Þriðji árgangur í Vallaskóla er búinn að vera í fjölbreyttu námi þessa vikuna með það að markmiði að nemendur fái kynningu á því hvers vegna sumir hlutir fljóta en aðrir ekki, að börnin fái tækifæri til að læra í gegnum verklegar æfingar. Þau lærðu að vatn er dýrmæt auðlind sem þarf að fara vel með og að hver dropi skiptir máli í því samhengi. Einnig lærðu þau um mikilvægi samvinnu og að finna til samkenndar.
Ekki má gleyma að í gegnum námið var gleði og leikur í fyrirrúmi.