Viðurkenning fyrir frábær störf

Sendinefnd frá pólska ríkinu mætti í Vallaskóla á dögunum og veitti fyrir viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu nemenda af pólskum uppruna. Þær Aneta Figlarska kennari í Vallaskóla og kennsluráðgjafi og Magdalena Markowska kennari í Vallaskóla fengu viðurkenningu og þá fengu Guðbjartur Ólason skólastjóri og Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri fjölskyldusviðs heiðursviðurkenningu.

Við óskum þeim til hamingju!

Frá skólastjóra:

Þann tíma sem ég hef verið skólastjóri Vallaskóla á Selfossi hefur mikill fjöldi tvítyngdra barna gengið í skólann.  Þeim hefur fjölgað mjög nú seinustu árin.  Langfjölmennasti hópurinn eru pólsk börn.

Ég hef verið svo heppinn að vera oftast með pólska kennara í starfsliði skólans þannig að jafnframt námi pólsku nemendanna í íslensku hefur verið lögð áhersla á að þeir haldi móðurmáli sínu við.  Þessi sambúð hefur gengið ákaflega vel.

Ég er sannfærður um að þessi kynni og góða samvinna hafi aukið skilning og víðsýni okkar allra sem að þessu höfum komið.

Um aldamótin 1900 var Pólland oft nefnt Sléttumannaland í íslenskum ritum.  Suðurland er stærsta sléttlendi á Íslandi.  Kannski er það þess vegna sem samvinnan hér hefur gengið svona vel.

Gestir frá Póllandi voru

Ráðuneytisstjóri í Mennta- og vísindaráðuneytinu – Dariusz Piontkowski

Skrifstofustjóri alþjóðasamstarfs í Mennta- og vísindaráðuneytinu – Monika Pobozy

Skrifstofustjóri Miðstöðvar Þróunar Pólskrar Menntunar Erlendis (ORPEG) – Justyna Kralisz

Heiðursmerki sem þau afhenda er Medalía Ríkismenntamálanefndar.

Vallaskóli 2022 (ÞHG)
Vallaskóli 2022 (ÞHG)