Upplestrarhátíð Vallaskóla

Upplestrarkeppnin var haldin hátíðlega í Vallaskóla mánudaginn 7. mars

 

Upplestrarhátíð Vallaskóla var haldin með glæsibrag sl. mánudag en þessi viðburður er alltaf skemmtilegur í okkar huga. Þetta er hátíð 7. bekkinga sem í raun hefst 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu en síðan þá hafa nemendur verið að æfa sig markvisst í framsögn með kennurum sínum.

Í 7. árgangi í Vallaskóla eru 57 nemendur og fyrir lokakeppia hafa þeir verið að æfa sig í framsögn með samnemendurm sínum og kennurum. Fyrr í mánuðinum voru bekkjarkeppnir haldnar þar sem dómarar völdu níu fulltrúa fyrir skólakeppnina í Vallaskóla.

Fulltrúar Vallaskóla í Stóru upplsetrarkeppninni frá því í fyrra voru sérstakir gestir á hátíðinni, þær Ásta Björk Óskarsdóttir, Sunneva Dís Eiríksdóttir og Hildur Kristín Hermannsdóttir. Þær kynntu rithöfund og ljóðskáld keppninnar ásamt því að lesa ljóð að eigin vali.

Einnig var á dagskrá tónlistaflutningur nemenda undir stjórn kennara Tónlistaskóla Árnesinga, það var Sigrún Ósk Sigurðardóttir sem spilaði á violu við undirleik tónlistakennara síns.

Þeir sem tóku þátt í lokakeppninni ár voru Bryndís Rós Birgisdóttir, Grímur Helgi Bjartmarz, Jóhanna Naomí Ragnarsdóttir, Bryndís Embla Einarsdóttir, Jasmín Jökulrós Albertsdóttir, Adam Daníel Konieczny, Kristinn Guðni Maríasson, Eva Karen Friðriksdóttir og Andrea Sjöfn Atladóttir.

Það var ekki auðvelt verk fyrir dómara að komast að niðurstöðu enda stóðu allir nemendur sig frábærlega. Dómarar keppninnar í þetta sinn voru Birgir Aðalbjarnarson, Anna Linda Sigurðardóttir og Olga Sveinbjörnsdóttir. En niðurstaðan var sú að í sigurvegarar voru eftirtaldir:

Bryndís Embla Einarsdóttir

Bryndís Rós Birgisdóttir

Andrea Sjöfn Atladóttir

Jóhanna Naomí Ragnarsdóttir

 

Nemendur hlutu bókagjafir frá Minningasjóði Ásgeirs Jónsteinssonar og rós sem viðurkenningu og þakkir fyrir þátttökuna. Í framhaldinu taka fulltrúar Vallaskóla þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt fulltrúum frá Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum Eyrarbakka og Stokkseyri sem haldin verður á Stokkseyri 24. mars.

 

Vallaskóli 2022 (HSG)