Dagur gegn einelti

Vallaskóla 8. nóvember 2021

Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla –Vallaskóli er Olweusarskóli

 

Ekki leggja í einelti – leggðu í vináttu!

Í dag, mánudaginn 8. nóvember, er dagur gegn einelti. Við viljum minna á
aðgerðaráætlun okkar gegn einelti sem er aðgengileg á heimasíðu skólans sjá
https://vallaskoli.is/stodthonusta/einelti/ .

Skilgreining eineltis:
Samskiptavandi er óhjákvæmilegur hluti daglegs lífs og börnin þurfa stuðning
bæði heimilis og skóla til að takast á við slíkt. En ,,Við tölum um einelti þegar
einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti ens eða fleiri
og viðkomandi á erfitt með að verja sig.” (Einelti meðal barna og unglinga)

Ráðleggingar til foreldra. (Dan Olweus, 2014)
Mikilvægt er að segja frá um leið og grunur kviknar um einelti, hvort sem þitt barn
eða annar á í hlut. Þú getur t.d. haft beint samband við starfsfólk skólans og eins er
hægt að láta vita á netfanginu einelti@vallaskoli.is .