Um leið og krakkarnir í 2. bekk lærðu um fæðuhringinn og grænmetisflokkinn æfðu þau sig á því að skera grænmeti.
Þessir glæsilegu grænmetisbakkar litu dagsins ljós og gæddu þau sér á grænmetinu.
Á bakkanum mátti finna brokkólí og papriku, hnúðkál og rófur, fjólubláar, gular og appelsínugular gulrætur.
Það var gaman að fylgjast með hvað krakkarnir voru dugleg að smakka af öllu grænmetinu.