Innanhússupplestrarhátíð Vallaskóla, sem er að venju hluti af þátttöku skólans í Stóru upplestrarkeppninni, fór fram föstudaginn 28. febrúar sl.
Hátíðin er mikilvæg og skemmtileg í huga okkar í Vallaskóla – þetta er hátíð 7. bekkinga. Allir nemendur 7. bekkjar eru þátttakendur frá upphafi (á degi íslenskrar tungu 16. nóvember).
Fulltrúar Vallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni frá því í fyrra voru sérstakir gestir á hátíðinni, Guðjón las ljóð en Álfrún kynnti rithöfund innanhússkeppninar – Ævar Þór Benediktsson.
Bekkjardeildir í 7. bekk eru þrjár, 7. KHM, 7 GEM og 7. HS. Níu fulltrúar úr þessum bekkjum fengu að taka þátt í innanhússkeppninni. Þrír af þeim, og einn til vara, voru valdir að lokum til að taka þátt í aðalkeppninni á svæði Vallaskóla, sem fer fram í Grunnskólanum Hveragerði 5. mars nk.
Þeir sem tóku þátt í ár voru – aðalmenn: Dominic Þór Fortes, Júlía Helgadóttir Isaksen, Þórhildur Lilja Hafsteinsdóttir, Katla Mist Ólafsdóttir, Guðlaug Sigurrós Gunnþórsdóttir, Þorvaldur Gauti Hafsteinsson, Gídeon Leó Ragnarsson, Kamilla Sól Valdimarsdóttir og Hjördís Katla Jónasdóttir
Dómarar keppninnar, þau Birgir Aðalbjarnarson, Tinna Rún Björnsdóttir og Kristbjörg Sigtryggsdóttir. Þau voru lengi að komast að niðurstöðu enda ekki auðvelt að velja þrjá fulltrúa (og einn til vara) úr þessum flotta hópi nemenda til að taka þátt í aðalkeppninni.
Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega. En þrír fulltrúar, og einn til vara, voru engu að síður valdir. Þeir eru:
Hjördís Katla Jónasdóttir, 7 – GEM
Þórhildur Lilja Hafsteinsdóttir, 7 – GEM
Gídeon Leó Ragnarsson, 7 – HS
Til vara: Júlía Helgadóttir Isaksen, 7 – KHM
Minningarsjóður Ásgeirs Jónsteinssonar veitti viðurkenningar fyrir góðar framfarir í íslensku. Þær viðurkenningar hlutu í ár: Hulda Hrönn Bragadóttir 7. GEM og Dagný Guðmunda Sigurðardóttir 7. GEM
Og við fengum einnig að njóta tónlistarflutnings nemenda undir stjórn kennara Tónlistarskóla Árnesinga, Ulle Hahndorf það voru þau og Þórhildur Hafsteinsdóttir sem spilaði á selló og Þorvald Gauta Hafsteinsson spilaði á saxafón.
Sérstakar viðurkenningar voru veittar þeim sem fara fyrir hönd Vallaskóla í aðalkeppnina – bókagjafir frá Minningarsjóði Ásgeirs Jónsteinssonar. Aðrir þátttakendur fengu einnig bók að gjöf sem viðurkenningu og þakkir fyrir þátttökuna.