Á yngsta stigi er skemmtileg vinna í gangi til að efla orðaforða nemenda.
Orð vikunnar er nýtt verkefni á yngsta stigi og er tilgangur þess að auðga orðaforða nemenda en rannsóknir hafa sýnt að með ríkulegum orðaforða eflist lesskilningur þeirra og góður orðaforði er lykillinn að lesskilningi og farsælu námsgengi. Fjögur orð eru tekin fyrir vikulega og taka kennarar og starfsmenn skólans þátt í að nota þessi orð, sumir munnlega og aðrir skriflega.
Orðin eiga það sameiginlegt að heyrast ekki oft í daglegu tali en eru algeng í lesmáli og einkenna tal þroskaðra málnotenda. Sum orðin hafa margræða merkingu og geta skapað skemmtilegar umræður og stemningu.
Orðin fara á laufblöð sem eru svo sett á orðatré og verðum við því komin með mjög gróskumikið og glæsilegt tré í vor.