Grænfáninn

10A0030F-9383-4E7F-9E5F-9D139E714801

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.

MArkmið verkefnisins

  • bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • efla samfélagskennd innan skólans.
  • auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

Grænfánanefnd Vallaskóla 2021-2022

Guðrún Jóhannsdóttir: Umsjónarmaður
Agnes Harpa Hreggviðsdóttir, kennari
Bryndís Sveinsdóttir, stuðningsfulltrúi
Eva Vilhjálmsdóttir, kennari
Heiðdís Þorsteinsdóttir, kennari
Steinunn Birna Guðjónsdóttir, leiðbeinandi